Lýsing
Í bókinni er fjallað um sögu og viðfangsefni heimspekinnar. Varpað er ljósi á hvað heimspeki er, hvar rætur hennar liggja og helstu brautryðjendur og áhrifavaldar kynntir til sögunnar. Jafnframt er leitast við að greina hvaða áhrif hún hefur haft á mótun mannskilnings og hugmyndir manna um grundvöll vísinda og þekkingar.
Í bókinni er reynt að svara ýmsum áleitnum spurningum um tilveruna: Er til endanlegur sannleikur eða er hann afstæður? Er hinn sanni veruleiki andlegur eða efnislegur? Eru hugmyndir manna meðfæddar eða byggðar á reynslu? Er til örugg vissa? Hvað þýðir það að maðurinn eigi sér tilvist?
Höfundur bókarinnar, Stefán Karlsson, hefur áður ritað kennslubækur um félags- og stjórnmálafræði og á að baki langan starfsferil sem framhaldsskólakennari.