Heimspeki, saga hennar og viðfangsefni – rafbók

kr. 3.200

Heimspeki – saga hennar og viðfangsefni er ný kennslubók eftir Stefán Karlsson og er nú fáanleg sem rafbók hér á rafbókavef IÐNÚ útgáfu.

Til að fá aðgang að námsefninu þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

  • Setja í körfu og fylla inn upplýsingar
  • Passa vel að skrá rétt netfang og velja lykilorð.
  • Aðgangur að rafbókarkerfinu er búinn til um leið og gengið er frá kaupum.
  • Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með hlekk inn á rafbókasafn notanda.
Category: SKU: Rafbok_Heimspeki

Lýsing

Í bókinni er fjallað um sögu og viðfangsefni heimspekinnar. Varpað er ljósi á hvað heimspeki er, hvar rætur hennar liggja og helstu brautryðjendur og áhrifavaldar kynntir til sögunnar. Jafnframt er leitast við að greina hvaða áhrif hún hefur haft á mótun mannskilnings og hugmyndir manna um grundvöll vísinda og þekkingar. 

Í bókinni er reynt að svara ýmsum áleitnum spurningum um tilveruna: Er til endanlegur sannleikur eða er hann afstæður? Er hinn sanni veruleiki andlegur eða efnislegur? Eru hugmyndir manna meðfæddar eða byggðar á reynslu? Er til örugg vissa? Hvað þýðir það að maðurinn eigi sér tilvist? 

Höfundur bókarinnar, Stefán Karlsson, hefur áður ritað kennslubækur um félags- og stjórnmálafræði og á að baki langan starfsferil sem framhaldsskólakennari.

Senda fyrirspurn