Lífeðlisfræði – Kennslubók fyrir framhaldsskóla

kr. 4.500

Bókin Lífeðlisfræði eftir Örnóf Thorlacius, útgáfa frá árinu 2012, er nú aftur fáanleg sem rafbók hér á rafbókavef IÐNÚ útgáfu.

Til að fá aðgang að námsefninu þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

  • Setja í körfu og fylla inn upplýsingar
  • Passa vel að skrá rétt netfang og velja lykilorð.
  • Aðgangur að rafbókarkerfinu er búinn til um leið og gengið er frá kaupum.
  • Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með hlekk inn á rafbókasafn notanda.
Category: SKU: Rafbok_Lifedlisfraedi

Lýsing

Lífeðlisfræðin fjallar um lífsstörfin, um virkni líkamans, hvernig saman starfa frumur hans, vefir og líffæri. Fræðiheiti greinarinnar, fysiologia, kemur fyrst fyrir í grískum ritum um 600 f.Kr., og merkir þá nánast náttúruvísindi eða náttúruheimspeki, könnun á eðli náttúrlegra hluta, jafnt í lífvana náttúru sem í lífheiminum. Í lok miðalda táknaði hugtakið vísindin um störf heilbrigðs mannslíkama, og á 19. öld innlimaði lífeðlisfræðin loks lífsstörf allra lifandi vera, örvera og plantna jafnt sem dýra og manna.

Lífeðlisfræðin tengir líffræði við læknisfræði, lyfjafræði, landbúnaðarfræði og fleiri hagnýtar fræðigreinar. Hún er því fyrir ýmsa mikilvægur þáttur í undirbúningi að lífsstarfi. Til mun fleiri – allra þeirra sem láta sig varða ástand eigin líkama – á hún erindi sem hluti almennrar menntunar.

Senda fyrirspurn