Lýsing
Besta leiðin til að forðast sjúkdóma er að koma í veg fyrir sýkingar og dreifingu ónæmra baktería. Til þess er nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á því hvernig sjúkdómsvaldandi örverur haga sér. Kunnátta í sýklafræði er því ómissandi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk.
Í bókinni er fjallað um mismunandi tegundir örvera, sérkenni þeirra og byggingu, en sérstök áhersla lögð á sjúkdómsvaldandi örverur. Ennfremur er ítarleg umfjöllun um sýkingavarnir en góð þekking á grundvallar- og viðbótarsmitgát er mikilvæg forvörn sem nauðsynlegt er að heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér í starfi.
Höfundar bókarinnar eru Ásdís Lilja Ingimarsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir.